148. löggjafarþing — 60. fundur,  8. maí 2018.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:31]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 763, um fjölda hælisleitenda og dvalartíma þeirra hér á landi, frá Ólafi Ísleifssyni.

Þá hafa einnig borist þrjú bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 742, um áætlaðan kostnað við byggingarframkvæmdir Landspítalans við Hringbraut, frá Ólafi Ísleifssyni, á þskj. 743, um þarfagreiningu vegna byggingarframkvæmda Landspítalans við Hringbraut, frá Ólafi Ísleifssyni, og á þskj. 735, um opinber störf utan höfuðborgarsvæðisins, frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.