148. löggjafarþing — 60. fundur,  8. maí 2018.

biðlistar.

[13:59]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Enn og aftur þakka ég þingmanninum fyrir spurninguna. Ég er sammála því að það þarf að halda þessu máli mjög rækilega á dagskrá. Hv. þingmaður spyr líka um biðlista eftir hjúkrunarrýmum. Í nýrri fjármálaáætlun, sem ég vona að þingið afgreiði með jákvæðum hætti, að því er varðar viðbót í uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma, erum við að taka á þeim þætti, þ.e. með það að markmiði að stytta biðtímann eftir hjúkrunarrými umtalsvert á þessum fimm árum sem er tími fjármálaáætlunar. Það hefur áhrif á kerfið allt saman. Það hefur áhrif á Landspítalann o.s.frv. En það hefur síðast en ekki síst, og auðvitað kannski fyrst og fremst, áhrif á það að draga úr vanlíðan fólks, þ.e. fólks sem býr við sársauka og kvalir, eins og hv. þingmaður bendir hér réttilega á. Ég veit að hv. þingmaður deilir því líka með mér að hin hliðin á þessum peningi er í raun umræðan um verkjalyf og svefnlyf o.s.frv. Það er oftar en ekki svo að það er ástæða fyrir því að fólk (Forseti hringir.) neytir slíkra lyfja. Stundum er ástæðan allt of löng og óásættanleg bið.