148. löggjafarþing — 60. fundur,  8. maí 2018.

frumvarp um tollkvóta á osta.

[14:24]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég fagna fjölgun framsóknarflokka, það getur varla verið annað en björt framtíð í þessu landi. [Hlátur í þingsal.] En aðal-framsóknarflokkurinn hefur afgreitt þetta úr sínum röðum. (Gripið fram í.) — Það er sá flokkur sem sú sem hér stendur er þingflokksformaður fyrir. Það er elsti Framsóknarflokkurinn. Við höfum afgreitt það út frá okkur. En að vera að tala um að hér hafi átt sér stað einhver mistök — mistökin felast kannski í því hvað varð um mótvægisaðgerðirnar. Hvar liggja þær og hvernig eru þær staddar? Í hvaða aðgerðir átti að fara til að (Gripið fram í.) vinna þar á móti? (Gripið fram í.) Hvar standa þær? Við þurfum að fá svar við því. En Framsóknarflokkurinn er hvergi hræddur við að standa með atvinnulífi þessa lands, standa með bændum og við erum stolt af því.