148. löggjafarþing — 60. fundur,  8. maí 2018.

einkaleyfi.

292. mál
[15:26]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég greiddi atkvæði með þessu máli eftir 2. umr., en við í Pírötum höfðum þann fyrirvara að við vorum ekki sannfærð um ágæti þess að heimila það að einkaleyfi á ákveðnum lyfjum yrðu framlengd um þessa sex mánuði. Það var beðið um gögn til að sýna fram á það en þau gögn gerðu það ekki þannig að við erum enn ekki sannfærð um ágæti þess.

Við það að skoða málið enn betur síðan þá hafa efasemdir hjá mér einfaldlega aukist þannig að það er ekki vegna afstöðuleysis sem ég greiði hér ekki atkvæði heldur vegna þess að við nánari skoðun fyllist ég meiri og meiri efasemdum um ágæti þess. Ég stend þó ekki í vegi fyrir málinu og greiði ekki atkvæði gegn því vegna þess ég átta mig á því að markmiðið er í það minnsta gott, það að auka möguleika á lyfjum fyrir börn.

Eins og ég segi vorum við öll eða flest komin á græna takkann en ég er einfaldlega ekki sannfærður og sit því hjá við þessa tilteknu atkvæðagreiðslu.