148. löggjafarþing — 60. fundur,  8. maí 2018.

tilkynning.

[15:40]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Búast má við atkvæðagreiðslum síðar í dag eða undir kvöldið. Verða þær boðaðar með hóflegum fyrirvara, þ.e. eftir því sem fram hefur undið umræðum um dagskrármál 13–19.

Forseti vill einnig geta þess að kvöldmatarhlé verður í lengra lagi, það verður gert hlé kl. 19–20 til fundarhalda með forseta og formönnum þingflokka og eftir atvikum fyrir nefndir ef þær vilja nýta sér tímann.