148. löggjafarþing — 60. fundur,  8. maí 2018.

markaðar tekjur.

167. mál
[17:13]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Það einkennir svolítið umræðuna, og virðist ekki vera neinn munur á því í máli manna eftir því hvort þeir koma úr röðum stjórnar eða stjórnarandstöðu, að við séum hér að nokkru leyti með hálfkarað verk sem á sér rætur í því að nokkuð skortir á undirbúning og samráð. Ég vísaði í ræðu minni til þess að glyrnur Gláms hefðu dregið mátt úr Gretti. En svo dró fyrir og hann endurheimti styrk sinn. Er hv. þm. Birgir Þórarinsson, félagi minn í hv. fjárlaganefnd, sammála mér um að það væri að minnsta kosti einnar messu virði að freista þess að ljúka málinu í þessari lotu til þess að fyrirbyggja óvissu og taka það frumkvæði sem eðlilegt er að Alþingi sjálft hafi í máli sem lýtur að sjálfu fjárstjórnarvaldi Alþingis?

Það setti að Gretti ævilöng myrkfælni.

En höfum við ekki endurheimt styrk til að gera eins og Grettir, til að ljúka glímunni og hafa betur? Eða erum við of myrkfælin til þess að takast þetta verk á hendur?