148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

um fundarstjórn.

[17:12]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég verð að taka undir mál þeirra þingmanna sem talað hafa um nauðsyn þess að við eflum virðingu Alþingis og reynum að auka virðingu landsmanna fyrir hinu pólitíska samtali. Það er einmitt það sem mig langar að kalla eftir, þ.e. að við ræðum hér um þessi mál, að við fáum þessi mál hingað inn. Það eru ekki allir 63 þingmennirnir sem sitja hvern einasta nefndarfund. Það er fullt af málum í öðrum nefndum sem ég get ekki fengið að tjá mig um; mál sem ég hefði mjög mikinn áhuga á að ræða hér. Bæði mál frá ríkisstjórninni og stjórnarandstöðuþingmönnum og stjórnarþingmönnum; frábær mál, góð mál, önnur mál sem ég er hjartanlega ósammála. En hvers vegna ekki að hleypa þessum málum hingað inn í þingsal svo að við getum rætt þau? Hvað er að óttast, herra forseti?