148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

um fundarstjórn.

[17:31]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég verð að taka undir orð síðasta ræðumanns, hv. þm. Þorsteins Víglundssonar, varðandi tvískinnunginn í umræðunni, þ.e. að við þurfum að ræða málin í þaula, og skyndilega þurfum við ekki að ræða þau í þaula. Ég vek athygli á máli sem var á dagskrá þingsins í gær sem er heldur betur búið að ræða í þaula. Það var rætt í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, nefndin fékk til sín fjölda gesta. Málið fór til 2. umr., fór til nefndar aftur milli 2. og 3. umr., þ.e. málið um kosningar til sveitarstjórna varðandi kosningaaldurinn. Það fór í 3. umr. og hefur verið rætt hér fram og til baka. Ég velti fyrir mér hvort 1. flutningsmaður og framsögumaður málsins, hv. þm. Andrés Ingi Jónsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé, séu sáttir (Forseti hringir.) við þessi vinnubrögð. Þetta eru stjórnarþingmenn sem horfa á eftir máli sínu daga uppi í þingsal. Það er nú heldur betur búið að rannsaka þetta mál aftur á bak og áfram.