148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

lengd þingfundar.

[18:09]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Nú stendur til að lengja þingfund til þess að við getum rætt frekar umdeild mál eins og verið hafa til umræðu í þingsal undanfarið. Hér á að ræða fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja, sem við getum ekki sagt að ríki fullkomin sátt um á Fróni. Hér á að ræða um að skerða málsmeðferðarréttindi útlendinga enn eina ferðina. Það ætlum við að ræða rétt fyrir þinghlé. Ég er á móti því að við lengjum þingfund til þess að ræða einhver mál hér í bullandi ágreiningi. Og þetta er sagt með kaldhæðni fyrir ræðuritara.