148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

um fundarstjórn.

[18:54]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Forseta er vissulega vandi á höndum, en hér erum við að ræða störfin í nefndunum. Ég verð aftur að gera að umræðuefni ástand í annarri þeirra nefnda sem ég sit í, þ.e. í umhverfis- og samgöngunefnd. Þar er ekki um að ræða að meiri hlutinn samþykki ekki að mál minni hluta fari úr nefndinni, af því að það eru engin þingmannafrumvörp í þeirri ágætu nefnd, heldur virðist meiri hlutinn vera að koma í veg fyrir að stjórnarmál fari úr nefndinni. Það virðist einhvern veginn vera slík tregða í því að enn á eftir að afgreiða 20 mál úr þeirri nefnd. Það er auðvitað ákveðið áhyggjuefni þegar svona fáir daga eru eftir áður en þingið fer í sumarfrí.