148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

tilkynning.

[20:49]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Þá er að því komið, hv. alþingismenn, að við gerum hlé á fundum þingsins vegna íhöndfarandi sveitarstjórnarkosninga. Það er góð og sjálfsögð venja að Alþingi yfirgefi sviðið og láti það eftir sveitarstjórnarmönnum og sveitarstjórnarstiginu til sinnar mikilvægu lýðræðisbaráttu sem nú fer í hönd.

Forseti vill taka það skýrt fram að þótt fundir falli niður á Alþingi geta þingnefndir eftir sem áður fundað og þingmenn að sjálfsögðu sinnt skyldum sínum hvar sem er eða sýnt sig og séð aðra í tengslum við sveitarstjórnarkosningar og notið lífsins á hvern þann hátt sem þeir kjósa þennan tíma þangað til við vonandi hittumst hér aftur öll heil og hress og kát að afloknum sveitarstjórnarkosningum.