148. löggjafarþing — 62. fundur,  28. maí 2018.

varamenn taka þingsæti.

[15:02]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Ég býð hv. alþingismenn velkomna til starfa á ný eftir það hlé sem gert var á þingstörfum fyrir sveitarstjórnarkosningar og hefst þá síðasta lota þinghaldsins á þessu vori.

Borist hafa bréf frá Silju Dögg Gunnarsdóttur og Helga Hrafni Gunnarssyni um að þau geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Í dag taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þau Ásgerður K. Gylfadóttir og Sara Elísa Þórðardóttir.

Sara Elísa Þórðardóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa að nýju.

Kjörbréf Ásgerðar K. Gylfadóttur hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Ásgerður K. Gylfadóttir, 7. þm. Suðurk., undirskrifaði drengskaparheit að stjórnarskránni.]