148. löggjafarþing — 63. fundur,  29. maí 2018.

tilhögun þingfundar.

[13:34]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Áður en gengið er til dagskrár vill forseti minna á að gert er ráð fyrir atkvæðagreiðslum að afloknum umræðum um 2. dagskrármálið, þ.e. að aflokinni sérstakri umræðu um jöfnuð og traust. Má vænta þess að það verði um kl. 14.45. Enn fremur er gert ráð fyrir atkvæðagreiðslum síðdegis eða undir kvöld um dagskrármál 5 og 6 og eftir atvikum síðan nýjum fundi og afgreiðslu þeirra í framhaldinu.