148. löggjafarþing — 64. fundur,  29. maí 2018.

lyfjalög.

427. mál
[18:26]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég ætla að gera grein fyrir fyrirvaranum. Píratar eru á nefndaráliti meiri hlutans, en fyrirvarinn snýr að því að komið hefur í ljós eftir gestakomu að gríðarlegur kostnaður fylgir innleiðingu þessara laga og erfitt er að sjá eða nánast ómögulegt að sjá út frá núverandi fjármálaáætlun hvort gert sé ráð fyrir þessum aukna kostnaði. Eins og sagan hefur sýnt okkur hafa lyfjamál verið vanáætluð í fjármálaáætlun þannig að ég legg til að gætt sé sérstaklega að því að nægilegt fé verði til þess að fjármagna þann aukna kostnað sem kemur með þessum nýju lögum.