148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

dagskrá fundarins.

[10:42]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Hér er enn eitt málið sem fær óeðlilega málsmeðferð án samráðs, án samkomulags, í þessu þingi í krafti meiri hluta þings sem lofaði því að efla Alþingi.

Forseti setur ofan í við hv. þm. Oddnýju Harðardóttur og segist hafa dagskrárvaldið hér, sem er alveg rétt, en ég vil minna hæstv. forseta á að hann skal hafa samráð við þingflokksformenn sem ekki var gert um þetta mál. Forsætisnefnd kemur þar að líka. Ég hefði haldið að þegar komið er að dagskránni á þinginu ynnum við að henni í sameiningu og gætum kannski talað út um málin áður við þröngvuðum stórpólitískum málum í gegn korteri fyrir þinglok án nokkurs samráðs eða samkomulags og þvert á það sem sagt hefur verið.