148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

dagskrá fundarins.

[10:44]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Þetta er ótrúleg staða að henda inn viðlíka sprengju eins og nú hefur verið gert af hálfu meiri hluta atvinnuveganefndar. Ríkisstjórnin reyndi að þröngva þessu í gegnum nefndina með því að öll nefndin yrði á þessu fáránlega máli á lokadögum þingsins. Það vita allir hvers konar pólitísk sprengja þetta er. Við formann atvinnuveganefndar vil ég segja, vegna þess að hún útskýrir þetta með því að útgerðin sé komin að þolmörkum, að fleiri eru komnir að þolmörkum. Öryrkjar eru komnir að þolmörkum. Heilbrigðiskerfið er komið að þolmörkum. Vegirnir okkar eru komnir að þolmörkum. Lögreglan og fleiri og fleiri. Af hverju hugsa hv. þingmenn Vinstri grænna ekki um það? Hvernig stendur á því að hv. þingmenn hugsa fyrst um útgerðina en ætla enn einu sinni að gleyma barnafjölskyldum og öryrkjum? (Gripið fram í: Heyr, heyr.)