148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

dagskrá fundarins.

[11:04]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Birgir Ármannsson mælir með efnislegri umræðu um veiðigjaldamálið. Þingmaðurinn hlýtur þá að mæla með efnislegri umræðu um önnur þingmál sem eru í sömu stöðu, fyrst. Þetta hlýtur að vera, annað væri mótsögn.

Ef þetta er efling Alþingis samkvæmt stjórnarsáttmálanum, virðulegi forseti, þá þurfum við að tala betur saman til þess að komast að betri sameiginlegum skilningi um þýðingu á þessum orðum, efling Alþingis, því það að skjóta svona þingmannamáli ríkisstjórnarflokka fram fyrir önnur mál er efling meiri hlutans og misnotkunar á dagskrárvaldinu en ekki efling Alþingis. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)