148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

hvalveiðar.

[11:40]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Þær veiðar sem hér er um að ræða byggja á ákvörðun sem tekin er samkvæmt reglugerð sem gildir út árið 2018 og mun málið þess vegna fara þá leið. Hvað varðar ríkisstjórnina og áframhald á veiðum þá er það nokkuð sem engin ákvörðun hefur verið tekin um, en búið er að ákveða að ráðast í úttekt á því hvaða áhrif veiðarnar hafa efnahagslega á atvinnuvegi, fleiri en bara þann sem hér um ræðir.