148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

Hvalárvirkjun.

[11:55]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Ég óska eftir því að fyrri spurningum mínum verði svarað en ekki drepið á dreif á þennan hátt. Ég vona að hæstv. ráðherra líði engar kvalir þó að ég spyrji út í annað sem tengist hvölum í leiðinni.

Eins og hv. þm. Logi Einarsson kom inn á fara hvalveiðar að hefjast á næstu vikum og einkum á langreyði, sem er í útrýmingarhættu. Nú er Ísland aðili að CITES-samningnum, um verndun dýrategunda í útrýmingarhættu, en við erum með fyrirvara hvað varðar hvalveiðar. Mig langar að vita hvort umhverfisráðherra væri opinn fyrir því og tilbúinn til þess að aflétta fyrirvara Íslands gagnvart hvalveiðum í CITES-samningnum þannig að langreyður verði vernduð með eðlilegum hætti.

Þetta eru þrjár spurningar sem eru opnar:

Á að verja svæðið í kringum Hvalá? Er eðlilegt að setja þetta í betra umhverfismat? Getum við lagað CITES-samninginn svo við séum á pari við önnur lönd heims?