148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

frumvarp um veiðigjöld.

[14:10]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Þetta eru ótrúlega undarleg skilaboð sem við fáum frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þau að við eigum að leggja allt annað til hliðar til að ræða það hvernig við ætlum að lækka veiðigjöldin, gjöld sem greidd eru fyrir veiði á okkar sameiginlegu eign, um 3 milljarða á sama tíma og við getum ekki hugsað um og gert almennilega við öryrkja og barnafjölskyldur, ekki hækkað barnabætur eða húsnæðisbætur. Ég sé að hæstv. ráðherra leiðist þessi umræða. En vitið, ég held að það sé bráðnauðsynlegt að við séum að ræða þetta. Hvers vegna þetta er forgangsmál, hvers vegna þessu er hent inn á dagskrána þegar við gætum verið að beita okkur fyrir alls kyns þjóðþrifamálum. Það væri kannski sómi að því ef hæstv. (Forseti hringir.) forsætisráðherra léti svo lítið að vera hér í þingsal og hlusta.