148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

frumvarp um veiðigjöld.

[14:16]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Nú hljóta ríkisstjórnarflokkarnir að hafa gert sér grein fyrir því að þetta þingmál, að lækka veiðigjöld, yrði sprengja hér á þingi á seinustu metrunum. Það sem mér finnst alvarlegast í þessu er að þeim virðist vera nákvæmlega sama. Þetta virðist ekki skipta neinu máli. Gott samstarf skiptir ekki meira máli en svo að nýta á meiri hlutann til að þvinga málum hér í gegn á seinustu metrum þingsins.

Seinasta ríkisstjórn má eiga það sem hún á í þessum efnum og það var líklegast út af forsetanum sem þá var. Hann lagði mikið á sig til að vera forseti alls þingsins og vildi að þingstörfin færu vel fram. Ég beini því til núverandi forseta að hugsa um þingið allt. Mér þykir augljóst að þrýsta á málum í gegn á seinustu metrum þingsins í afli meiri hlutans, og að forseti þingsins ætli að leyfa því að viðgangast. Þetta er í skjóli forseta. Mér þykir það miður.