148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

tilkynning.

[15:18]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Síðastliðinn mánudag sátum við hér og gerðum nákvæmlega ekki neitt á þessu þingi. Við kláruðum einn dagskrárlið og eina fyrirspurn og það var allt og sumt. Nú er verið að biðja okkur um að lengja þingfund til þess að færa útgerðinni 3 milljarða að gjöf. Það er ekki gjöf sem mig langar sérlega mikið að taka þátt í, ég hef ekki mikinn áhuga á að heimila lengingu þingfundar í bullandi ósætti um það sem við höfum áður komið okkur saman um, hvernig skuli vinna málin hér á þingi. Lengri þingfundur til að ræða það hvort við ætlum að fara að lækka álögur á atvinnuveg sem hefur það nú bara frekar gott miðað við marga aðra í þjóðfélaginu, finnst mér bara frekar hallærislegt. Ég spyr mig hvað búi að baki. Hvað fær ríkisstjórnina til að henda öllu samkomulagi, henda allri ró og þinglokum út um gluggann fyrir lækkun veiðigjalda korter í þinglok? (Forseti hringir.) Hvað býr þar að baki?