148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

tilkynning.

[15:29]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér fyrir páskafrí var annað mál í bullandi ágreiningi en þó ekki svo bullandi ágreiningi að það var einungis einn sem greiddi atkvæði gegn þeirri breytingu á lögum sem þá var verið að gera, svo mikill var hinn bullandi ágreiningur þá. En ekki náðist að klára 3. umr. um það mál fyrir páskahlé, þingfundur var ekki lengdur. Nú er bullandi ágreiningur og þá á bara að fara hart í lengingu þingfundar. Er það kannski af því að réttur meiri hluti er með þessu máli en ekki hinu málinu? Ég bara spyr.