148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

lengd þingfundar.

[15:30]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta er nú allt saman að verða heldur dapurlegt og þungbært fyrir þann sem hér stendur að standa í þessu þjarki. Það er ekkert samkomulag um dagskrána. Bent hefur verið á að brotalamir eru í því hvernig dagskráin hefur verið sett upp og hafa verið færð fyrir því rök. Ekki er að sjá að það séu neinir tilburðir, af hálfu hæstv. forseta, til að reyna að taka á þessu máli og greiða úr því með sómasamlegum hætti. Þess vegna finnst manni býsna djarft af hæstv. forseta ef hann ætlar að keyra í gegn kvöldfund þvert á vilja stjórnarandstöðunnar. En það væri þá eftir öðru ef sú yrði niðurstaðan að það yrði knúið fram við atkvæðagreiðslu að hafa kvöldfund. Ég trúi því nú ekki á hæstv. forseta.