148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

lengd þingfundar.

[15:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við greiðum hér atkvæði um hvort leyfa skuli lengingu þingfundar. Nú er afar mikilvægt að við þingmenn ljúkum vinnu við þau mikilvægu mál sem liggja fyrir þinginu. Sem dæmi er þar fjármálaáætlun, almenn persónuverndarreglugerð, stafrænar smiðjur, rafræn fasteignaviðskipti og margt fleira. Er þá ekki einkennilegt að forseti virðist nú hafa einbeittan vilja til að halda frumvarpi um veiðigjöld á dagskrá í algerri ósátt við stjórnarmeirihluta og stjórnarandstöðu?

Þessi aðgerð forseta gerir það að verkum að þingstörfin eru eins og þau eru. Það er algerlega á ábyrgð forseta. Forseti hefur brotið samkomulag þingflokka með því að þröngva þessu máli á dagskrá og þar með sett öll þingstörf í uppnám. Raunar er það hið besta mál að auka nú við starfstíma þingsins rétt áður en brestur á margra mánaða sumafrí, aftur, það er nýbúið að vera þingfundahlé. En þá verðum við að gæta þess að viðbótartíminn sé nýttur til að koma í gegn mikilvægum málum sem varða almenning, ekki að einbeita okkur að því að veita milljörðum í vasa útgerðarmanna. Ég vil því beina því til forseta (Forseti hringir.) að gera bragarbót í þessum málum.