148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

lengd þingfundar.

[15:48]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Nú kann svo að vera að sú sem hér stendur sé óþarflega smámunasöm en ég fór að skoða lög um þingsköp Alþingis. Þar er talað um í 27. og 28. gr. að þegar máli hafi verið vísað til nefndar skuli hún taka ákvörðun um málsmeðferð og að nefnd geti óskað eftir umsögnum þegar máli hefur verið vísað til hennar. Nú hefur verið óskað eftir umsögnum í þessu tiltekna máli, þ.e. því máli sem hér er verið að deila um, um veiðigjöld. Maður veltir fyrir sér: Má þetta? Má fara svona fram, æða fram, óska eftir umsögnum í máli sem ekki hefur verið vísað til nefndar? (LE: Ekki vitað hvort það kemst á dagskrá.) Það er ekki einu sinni vitað hvort það kemst á dagskrá. Má þetta? Eða er þetta kannski bara óþarfa smámunasemi?