148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

lengd þingfundar.

[16:26]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Búið er að tala ansi mikið um hversu afleit sú hugmynd sé að framlengja þingfund til þess að þetta hreint út sagt fáránlega mál fái að komast til umræðu í kvöld. Ef það hefði ekki verið gert hefði ég verið á græna takkanum, ef við hefðum haldið okkur við eðlilegt fyrirkomulag á þinghaldi hefði ég verið á græna takkanum. En ég get ekki stutt það að lengja þingfund til þess eins að opna á þann möguleika að færðir séu gríðarlegir peningar til fólks sem hefur nóg, þegar margir aðrir í þessu samfélagi eru töluvert verr staddir og ættu að fá forgang á dagskrá okkar í dag.

Það þarf svo sem ekki að segja meira um það. Ég segi að sjálfsögðu nei við svona fáránlegum beiðnum. Þátt fyrir að hæstv. forseti hafi ekki tekið það til sín að hann hafi gerst sviksamur við gerða samninga vona ég að hann íhugi það þó alla vega í nótt þegar hann sefur.