148. löggjafarþing — 65. fundur,  31. maí 2018.

lokafjárlög 2016.

49. mál
[20:06]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka þingmanninum andsvarið. Fjárlaganefnd hefur búið sér til svigrúm, eins og hv. þingmaður þekkir, á undanförnum árum. Þegar við felldum niður á heilsugæsluna, þegar við felldum niður á sýslumenn o.s.frv. þá var það ákvörðun nefndarinnar. Við ákváðum að gera það ekki núna þar sem langt er um liðið frá því þetta var, sérstaklega langt um liðið, heldur reyna að fara ofan í ástæðurnar eins og ég rakti hér með sýslumenn. Það var eitt af því sem kom inn á borð hjá okkur, hvort við ættum að gera það eða ekki. Ég tel að alltaf sé hægt að finna eitthvert svigrúm þegar ekki er um svo stórkostlegar tölur að ræða, en það getur skipt embættin, eins og í þessu tilfelli, miklu máli. Við ákváðum bara að gera það ekki. Ég met það þannig að ef við hefðum lagst yfir það þá hefðum við fundið leið til að gera það.