148. löggjafarþing — 66. fundur,  4. júní 2018.

varamenn taka þingsæti.

[15:02]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um að hann geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Einnig hefur borist bréf frá formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að Haraldur Benediktsson geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Í dag taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þá Karl Liljendal Hólmgeirsson og Teitur Björn Einarsson.

Teitur Björn Einarsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa að nýju.