148. löggjafarþing — 68. fundur,  5. júní 2018.

gerð áætlunar um stafræna endurgerð íslensks prentmáls.

219. mál
[17:34]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vissulega, en til að gera þetta aðeins skýrara: „sem er ekki markaðsvara“ — það þýðir einfaldlega allar þær bækur sem eru komnar í almannaeign, höfundaréttur útrunnin. En það sem tölvan lærir þá er gamalt mál. Ég get ekki útskýrt það frekar. Þá erum við með tölvur sem tala við okkur á 70 til 100 ára gömlu máli. Málið þróast og við þurfum einfaldlega að taka tillit til íslenskunnar eins og hún er í dag og á morgun.