148. löggjafarþing — 69. fundur,  6. júní 2018.

tollalög.

518. mál
[20:32]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef dálítinn áhuga á lokaorðum hv. þingmanns. Mig langar að eiga smáspjall við þingmanninn um það sem mér finnst vera fátæktargildra sem felst í því að bjóða upp á að fella niður tolla einhliða af verst stöddu ríkjunum, en fara ekki t.d. svipaða leið og aðrar þjóðir hafa farið að fella líka niður tolla af næstverst stöddu ríkjunum. Það er ákveðinn hvati til þess að halda sig neðst, sem verst stadda ríkið. Það er í rauninni hagur af því að þurfa ekki að borga ákveðna tolla en ef ríki fer upp um flokk sem er ofar verst stöddu ríkjunum er alla vega hvati til þess að vinna sig upp úr því að vera verst stadda ríkið. Þá myndast ákveðin hringrás í þeirri flokkun og ríki ná sér upp til þess að þróa efnahaginn. Að sjálfsögðu tek ég líka undir áskorun þingmannsins um að afnema þetta bara yfirleitt, það væri mun betri heimur þegar allt kemur til alls, tel ég.