148. löggjafarþing — 70. fundur,  7. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[15:54]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Birgir Þórarinsson) (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni og formanni fjárlaganefndar, Willum Þór Þórssyni, fyrir andsvarið og fyrir hans ágætu stjórn í fjárlaganefnd sem formaður nefndarinnar og að sjálfsögðu vil ég nota tækifærið og þakka einnig öllum nefndarmönnum fyrir samstarfið við að vinna að þessari áætlun. Þetta hefur verið mikil vinna eins og við öll þekkjum. Það er margt gott þar inni, en það mætti hins vegar ýmislegt annað bæta. Þó að markmiðin séu göfug á mörgum sviðum fylgir ekki fjármagn. Það er náttúrlega hluti af þessu að við getum svo sem ekki breytt miklu ef ekki liggur fyrir fjármagn. Að sama skapi þakka ég aftur fyrir ágæta vinnu og ágæta umræðu í kringum áætlunina.