148. löggjafarþing — 70. fundur,  7. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[16:53]
Horfa

Frsm. 4. minni hluta fjárln. (Ólafur Ísleifsson) (Flf) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að formaður fjárlaganefndar, sem var að stíga úr ræðustól, geti verið mjög stoltur af framgöngu sinni sem formaður nefndarinnar og ekki síst í af því hvernig hann hefur haldið á þessum málum eins og hann rakti hér. Ekki aðeins var í framhaldi af fundi með fjármálaráðherra kallaður til samgönguráðherra ásamt fríðu föruneyti úr Vegagerðinni og skorti ekkert upp á í því efni. Eins var gott að hann skyldi bregðast við með því að kalla eftir áliti Ríkisendurskoðunar.

Hér er mjög vel til vandað, eins og reyndar mátti vænta af hendi hv. formanns fjárlaganefndar. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka honum hans styrku stjórn á þessari mikilvægu nefnd Alþingis um leið og ég þakka öðrum hv. nefndarmönnum kærlega fyrir ánægjulegt samstarf.