148. löggjafarþing — 70. fundur,  7. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[21:44]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er þannig að ráðuneytið útvegaði þetta grunndæmi og inni í því voru allar þær útgjaldaskuldbindingar sem búið var að fara út í. Síðan var sýnt sérstaklega hver viðbótin var á hverju málefnasviði fyrir hvert ár. Tekinn var saman neðst í töflunni uppsafnaður kostnaður fyrir öll árin. Síðasta árið voru þarna um 78 milljarðar, fyrsta árið, fyrir 2018, voru þetta tuttugu og eitthvað milljarðar, ég mínusa það og enda í 54, sem er viðbótin við þá útgjaldaskuldbindingu sem er búið að fara út í sem hver sem er, hvaða ríkisstjórn sem er, þyrfti að standa undir. Þar af leiðandi kostar stefna ríkisstjórnarinnar 54 milljarða umfram það. Þetta var útskýringin á því.

Varðandi markmiðasetninguna. Ef hún er of almenn er hún heldur ekki gagnleg. Það er líka vandamál. Þetta getur farið á báða vegu. (Forseti hringir.) Þetta er jafnvægi sem við þurfum að koma okkur niður á. — Það er óþolandi hvað tíminn er stuttur.