148. löggjafarþing — 70. fundur,  7. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[22:33]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Þá langar mig að spyrja hv. þingmann hvort hún sé meðvitað um það hvernig umræðan var á síðastliðnu ári varðandi virðisauka í ferðaþjónustu. Ef við tökum gjaldeyristekjurnar í ferðaþjónustunni koma 35–40% úr flugrekstri þar sem er enginn virðisauki, og hvergi í heiminum. Um þriðjungur greiðir fullan virðisauka í dag þannig að virðisaukaskattshækkanirnar áttu raunverulega aðeins að fara á 1/3 af atvinnugreininni, sem er fyrst og fremst gisting og kannski sala á rútuferðum og hefði þýtt að við værum fyrst og fremst að fara gegn landsbyggðunum í gistiþættinum. Það var alvarlega árásin. Umræðan um að hækka virðisauka á ferðaþjónustu snerist bara um þetta, þ.e. að fara gegn þeim hluta ferðaþjónustunnar, landsbyggðartengdri ferðaþjónustu. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún hafi verið meðvituð um þetta í umræðunni um þau mál á undanförnum misserum.