148. löggjafarþing — 70. fundur,  8. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[00:22]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Hv. þingmaður nefnir hér varasjóð, þá 4 milljarða sem fara úr almennum varasjóði. Samkvæmt 24. gr. laga um opinber fjármál þarf ráðherra að færa sterk rök fyrir því að taka peninga úr varasjóði og rökstyðja þau skilyrði að það sé óhjákvæmilegt, ófyrirséð og tímabundið. Fjárlaganefnd skal upplýst um það, meira er nú ekki sagt í greinargerð með þessari lagagrein. Það er ekki svo að við göngum um þann sjóð af léttúð, þvert á móti. Fjárlaganefnd fékk ráðherra á fund sinn, hann færði ágætisrök fyrir því. Við gengum lengra, fengum samgönguráðherra á okkar fund og sendum síðan beiðni til Ríkisendurskoðunar um að kanna (Forseti hringir.) málið. Ég tel að við þurfum að skoða þennan lagaramma með tilliti til þess.