148. löggjafarþing — 70. fundur,  8. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[00:24]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég er í raun bara ánægður að heyra að formaður fjárlaganefndar sé sammála mér hvað það varðar að ganga eigi varlega um þennan sjóð sem formúla var útbúin um með nýjum lögum um opinber fjárlög. Ég er efins um að þetta mál hefði átt að leysa með þessum hætti og mér heyrist nefndarmenn almennt vera sammála því, þeir sem ég hef rætt við, án þess að ég vilji leggja þingmönnum orð í munn. Ef þetta verður til þess að menn horfa á ástand vegakerfisins opnari augum en hingað til þá er það kannski þess virði að þessi leið sé farin, að menn teygi sig í varasjóðinn í neyðarsjóðinn í málum sem þó lágu fyrir. En að öðru leyti þakka ég fyrir.