148. löggjafarþing — 71. fundur,  8. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[13:48]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Engin sundurliðuð kostnaðaráætlun, illa skilgreind markmið, sama og engir mælikvarðar, spurningum ekki svarað, mjög takmörkuð umræða — aftur.

Við erum aftur að gefa afslátt af lýðræðislegri umræðu og umfjöllun um ríkisfjármálin. Er það ekki hlutverk þingsins að veita stjórnvöldum aðhald? Að sinna virku eftirliti með valdhöfum og hvernig þeir fara með gefin völd? Þessi fjármálaáætlun stenst engar gæðakröfur, ekki einu sinni þær sem við setjum sjálfum okkur í lögum um opinber fjármál. Píratar telja því ekki tækt að samþykkja þessa áætlun, leggja til að henni verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar og sitja hjá í annars ágætum hugmyndum um breytingartillögur.