148. löggjafarþing — 71. fundur,  8. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[13:53]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Forsendur fjármálaáætlunar eru byggðar á óraunsærri bjartsýni á þróun efnahagsmála til næstu fimm ára. Í áætluninni er verið að búa til væntingar um fjárútlát sem síðan gæti reynst erfitt að standa við. Óvissa ríkir um efnahagsþróun til einungis eins árs og hvað þá fimm ára eins og áætlunin tekur til. Af þeim sökum er nauðsynlegt að stjórnvöld upplýsi hvernig þau hyggist forgangsraða, bæði ef efnahagsþróunin verður hagfelldari eða verri. Því er ekki fyrir að fara í áætluninni og er það mikill annmarki. Miðflokkurinn getur ekki stutt tillöguna og greiðum við því ekki atkvæði.