148. löggjafarþing — 71. fundur,  8. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[13:57]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þessi fjármálaáætlun stenst ekki þær kröfur sem Alþingi gerir samkvæmt lögum um opinber fjármál. Skortur á rökstuðningi og upplýsingum um stefnu stjórnvalda er gegnumgangandi í þessari fjármálaáætlun. Ekki bara í áætluninni sjálfri heldur einnig þegar ráðherra mætir fyrir þingnefndir. Þá fáum við upplýsingar eins og: Við ætlum að kaupa skip en við erum ekki að útvega neinn pening í það. Hvað á maður að gera þegar svoleiðis er sagt? Tillagan er einföld: Vísum þessari áætlun aftur til ríkisstjórnarinnar, hún getur komið með nýja í sumar, afgreiðum hana 18. júlí, málið dautt.