148. löggjafarþing — 71. fundur,  8. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[13:58]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Þörfin fyrir alþjóðlega samhjálp hefur sjaldan verið meiri. Tugir milljóna eru á flótta undan stríði, ofbeldi, fátækt og vaxandi loftslagsógn. Þessi hópur mun stækka mikið í framtíðinni. Ísland er ellefta ríkasta þjóð í heimi. En við erum samt langt undir þeim markmiðum um þróunarsamvinnu sem sett eru hjá Sameinuðu þjóðunum. Með því að samþykkja þessa tillögu getum við stigið stærra skref í að gangast við ábyrgð og gera heiminn betri.