148. löggjafarþing — 71. fundur,  8. júní 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[14:01]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Íslendingar hafa verið mjög ötulir og duglegir við að byggja glæsileg hús fyrir skóla sína, glæsileg skólahús, en okkur hafa verið nokkuð mislagðar hendur með rekstur þeirra. Eftir áralangt fjársvelti skólanna gaf ríkisstjórnin fögur fyrirheit um stórsókn í menntamálum en þeirrar sóknar sér lítt stað í þessari fjármálaáætlun. Samfylkingin hyggst bæta úr því með þessari breytingartillögu. Herra forseti, ég segi já.