148. löggjafarþing — 72. fundur,  8. júní 2018.

aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

565. mál
[16:56]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta mál hefur náð ágætlega langt í meðförum nefndarinnar og allar breytingartillögurnar eru af hinu góða. Við munum styðja þær. Við getum aftur á móti ekki stutt einstaka greinar málsins að svo stöddu. Við erum með mjög fínar breytingartillögur sem taka á öllum vandkvæðunum sem eru til staðar í málinu og ef þær næðu í gegn yrði málið þeim mun betra fyrir vikið því að skilgreiningaratriðin í svona tæknilegum málum eru alger lykilatriði. Að því sögðu mun ég óska eftir því að þetta komi til nefndar milli 2. og 3. umr. þannig að hægt sé að sjá til þess að hnykkt sé á öllum mikilvægu atriðunum sem þurfa að vera alveg á hreinu í svona málum.