148. löggjafarþing — 72. fundur,  8. júní 2018.

rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.

202. mál
[17:03]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um rafrettur. Hér er um að ræða lagaumgjörð um tæki, áhöld og efni sem margir nýta sér til að hætta að reykja. Því er hér í aðra röndina um brýnt lýðheilsumál að ræða. Hér er stigið mikilvægt skref í þá átt að leyfa rafrettur, þó með þeim hætti að aðgengi barna sé takmarkað eins og kostur er. Ég vil nota tækifærið til að þakka hv. þm. Halldóru Mogensen, formanni velferðarnefndar, fyrir gott samstarf við vinnslu þessa máls og nefndinni allri um leið og ég fagna þessum tímamótum.