148. löggjafarþing — 72. fundur,  8. júní 2018.

um fundarstjórn.

[17:44]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Af forseta hálfu hefur ekki annað verið á dagskrá í dag en að fara algerlega að því samkomulagi sem gert var við fundarborðið í morgun með þingflokksformönnum. Vissulega hefur nokkur asi verið á hlutunum eins og oft vill verða þegar menn eru að hamast við að reyna að ljúka vinnu og ná uppskerunni í hús. Ég er ekki inni í þeim málum sem hv. þingflokksformaður Miðflokksins ræddi hér; mér var til dæmis ókunnugt um það með öllu að einhverjir meinbugir væru á því að taka mál á dagskrá vegna þess að skjöl væru ekki framkomin.