148. löggjafarþing — 73. fundur,  8. júní 2018.

veiðigjald.

648. mál
[18:41]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við þinglokasamninga gerðum við samkomulag um að óbreytt lög um veiðigjöld yrðu framlengd fram að áramótum. Samfylkingin hefur eins og kunnugt er sína skoðun á fiskveiðistjórnun á Íslandi og þingflokkur Samfylkingarinnar er alfarið á móti veiðum á langreyði. En við stöndum við samkomulagið sem við gerðum og þess vegna munum við segja nei við öllum breytingartillögum.