148. löggjafarþing — 73. fundur,  8. júní 2018.

veiðigjald.

648. mál
[18:43]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ríkisstjórnin hefur verið gerð afturreka með gjafapakka til stórútgerðarinnar. Því fögnum við ákaft. Það lýsir stórkostlega illa ígrundaðri forgangsröðun hjá ríkisstjórninni að það mál hafi á annað borð verið lagt fram. En þetta mál er hins vegar ágætissamkomulag og við fögnum því og samþykkjum það að sjálfsögðu. Von Pírata er að þessi pólitíski afleikur ríkisstjórnarinnar verði til þess að opna á eðlilegar og staðreyndaháðar umræður um framtíð auðlindagjalda í haust frekar en að ráfa í villu í áframhaldandi þróun velferðarúrræða fyrir auðmenn.