148. löggjafarþing — 75. fundur,  11. júní 2018.

skattleysi uppbóta á lífeyri.

649. mál
[17:32]
Horfa

Ásgerður K. Gylfadóttir (F):

Frú forseti. Ég tek undir með þeim sem hafa komið upp og fagna þessari þingsályktunartillögu. Þetta er réttlætismál sem er gott og gaman að geta tekið þátt í að vinna með. Um er að ræða þá sem bera skarðan hlut frá borði eins og staðan er í dag og þarna er verið að styrkja þá einstaklinga með því að taka ekki styrki sem tekjur. Það bætir hag þeirra svo um munar þannig að ég fagna því atriði. Til hamingju.