148. löggjafarþing — 75. fundur,  11. júní 2018.

bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum.

293. mál
[18:20]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Ég vil leyfa mér að fagna þeim skrefum sem eru stigin með þessari tillögu í átt að skaðaminnkun frekar en refsistefnu. Ég vona að þetta sé eitt skref af mörgum. Fyrir liggur skýrsla frá þverpólitískum starfshópi sem lagði til að við færum þá leið að stunda frekar skaðaminnkun en þær skaðaaukandi refsiaðgerðir sem við höfum stundað gagnvart neytendum hvers kyns efna sem ekki hafa átt upp á pallborðið hjá yfirvöldum fram að þessu. Mig langar að fagna þeirri nokkurn veginn samstöðu sem ég tel mig sjá í átt að skaðaminnkun á þinginu og þakka kærlega fyrir það.