148. löggjafarþing — 75. fundur,  11. júní 2018.

skilyrðislaus grunnframfærsla.

9. mál
[18:24]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég kem upp fagnandi, enn einu sinni. Það er frábært að við ætlum loksins að fara að skoða borgaralaun. Ég er mjög ánægð með að þetta fari í framtíðarnefndina. Ég beini því til hæstv. forsætisráðherra að ég vona að sú nefnd verði sett á laggirnar sem allra fyrst og að hún fái þau verkfæri og það fjármagn sem þörf er á til að sinna verkefninu vel. Þetta er mikilvægt framtíðarverkefni. Ég þakka fyrir samstöðuna og er spennt fyrir þessu.